Skrítin eru excel um ferðaþjónustu. Hagtölur segja, að fólki við störf fjölgi hægar (10%) en ferðamönnum (20%). Fleiri ferðamenn á hvert starf. Aðrar tölur sýna minni vinnuframleiðni ferðaþjónustu. Skil að vísu ekki, hvernig framleiðni vinnu er þar mæld. Fréttir koma af mikilli svartri vinnu í greininni og launum undir taxta. Þannig er engin leið að gera sér grein fyrir gildi ferðaþjónustu. Er hún „kapphlaup niður á botn“? Er hún afleiðing „sveigjanlegs vinnuafls“? Er hún til góðs eða ills? Við getum þó gengið að því vísu, að hagtölur eru rugl. Samdar til að hagspekingar telji sig vera stærðfræðinga svo að þeim líði skár.