Svo rugluð er pólitíkin orðin, að landsins mesti rugludallur getur í heilan dag haldið fram hungursneyð í Evrópu. Heldur fast við sinn keip, þótt lagðar séu fram tölur og kort frá Matvælaaðstoð Sameinuðu þjóðanna. Landsins mestu rugludallar eru við stjórnvölinn án þess að hafa lágmarkshrafl í landafræði. Vigdís Hauks og Gunnar Bragi eru hinir dæmigerðu framsóknarmenn, kolbítar í hinni séríslenzku öskustó. Yfir þessum uxum tróna svo landsins mesti svikari loforða og mesti loddari norðan Alpafjalla. Allt er þetta í boði viðrina, er kallast kjósendur. Stutt fjölmiðlum, sem leyfa uxum að gossa um víðan völl.