Mbl.is setur fyrirsagnir nafnlausra álitsgjafa ofan við fréttir sínar. Visir.is setur allan texta þeirra beint aftan við fréttir sínar. Ruv.is eitt er yfir þetta hafið. Aðkoma nafnlausra álitsgjafa er dónaskapur við fréttamenn. Þeir reyna flestir að gera sitt bezta í starfi. En varla er hægt að lesa fréttir þeirra án þess að sjá niður í kviksyndi hinna nafnlausu og marklausu álitsgjafa. En svona er baráttan um fylgið. Hún felst í að hossa soranum og lyfta honum upp á stig fagmanna. Egill Helgason hleypir ekki vitfirringum inn hjá sér og ég geri það ekki heldur.