Ruglið endar ekki

Punktar

Góð ráð verða dýr, þegar „strax“ dregst á langinn. Sigmundur Davíð skipaði fleiri nefndir ofan á fyrri nefndir um skuldavandann. Stærsta nefndin komin upp í rúmlega þrjátíu nefndarmenn. Þetta fer að verða lifibrauð fyrir vini forsætis að vera í ótal nefndum. Úr þessu er komin niðdimm nefndaþoka og í henni einni felst heimsmet greifans. Til að létta lund fólks í biðinni vill hann meiri bjartsýn á gróða af olíuleit á Drekasvæðinu. Aukin bjartsýni vor muni veita erlendum fjármagnseigendum meiri trú á greiðslugetu þjóðarinnar. Raunar eru þeir hinir sömu og SDG hyggst flá með afskrift krafna í bankabú.