Steinþór Pálsson segist ekki hafa séð fyrir þær breytingar, sem urðu á markaði korta eftir söluna á Borgun til Engeyinga. Banksterinn er þá sá eini í heimi, sem var svo heimskur. Salan var framin bakvið luktar dyr. Líklegra er, að hann hafi framið glæpinn í samráði við Engeyinginn í fjármálaráðuneytinu. Þar með gaf hann bófunum tuttugu milljarða af eigum þjóðarinnar. Situr samt ekki enn í gæzluvarðhaldi, enda eru bófaflokkarnir við stjórnvölinn. Og nú stendur til að selja hluta úr banka þjóðarinnar. Græðir of mikið og einkavæða þarf gróðann. Bófar hafa ekki lært neitt af hruninu. Gera þarf Steinþór og Bjarna landræka.