Rugluð ríkisstjórn kaupir Byr

Punktar

Ríkisstjórnin er orðin svo firrt, að hún ætlar að borga tíu milljarða króna fyrir glæpabankann Byr. Hún þykist hafa ráð á að hala fjármagnseigendur að landi, þótt hún hafi ekki ráð á skjaldborg um heimilin. Að undirlagi Gylfa Magnússonar bankaráðherra hrekur röng fjármálastefna þjóðina frá stjórninni. Nú var kominn tími til að segja fjármagnseigendum að éta það sem úti frýs. En ríkisstjórnin þorði ekki að gera það, sem staða hennar á vinstra kanti stjórnmálanna bauð henni að gera. Ríkisstjórnin er orðin hálfger aftaníossi siðblindra bófa, sem stjórna bönkum og eignarhaldsfélögum í kennitöluflakki.