Rugludallar í Hæstarétti

Punktar

Hæstiréttur verður sér ítrekað til skammar. Um daginn sagði hann, að munur væri á samheitunum að skoða og að rannsaka! Er þó slíkur munur ekki bundinn í lögum. Á grundvelli sérkennilegs orðhengilsháttar dæmdi rétturinn rangindi upp á milljónir króna. Um daginn sagði hann, að nauðgun hefði ekki verið nauðgun, því að gerandinn hefði ekki upplifað hana sem slíka! Dómarar sanna þannig heimsku sína ítrekað. Mikilvægt er, að rugl Hæstaréttar verði strax kært til æðri dómstóla í Evrópu. Þar fær Hæstiréttur kerfisbundið á baukinn. Stofna þarf samtök um að fjármagna réttlætið, sem bara kemur frá útlandinu.