Pétur Blöndal alþingismaður var Móses sparisjóðanna. “Fé án hirðis” hrópaði hann og leiddi sjóðina til slátrunar. Núna er Steingrímur J. Sigfússon að sóa tugum milljarða af skattfé til að borga tjónið af Pétri. Mér finnst, að Pétur eigi að borga sjálfur. Bjálfinn stendur eins og rómverskur órator á Alþingi og fordæmir brunaliðið fyrir að slökkva eldana. Sparisjóðirnir eru hornsteinar sveitarfélaganna, segir Steingrímur, þess vegna þurfi að bjarga þeim. Af hverju er þá ekki hægt að leysa vanda almennings? Af hverju hafa innistæðueigendur ævinlega forgang? Er þetta ekki bara mál Péturs Blöndal?