Rumsfeld blístrar

Punktar

Svo virðist sem Donald Rumsfeld, stríðsmálaráðherra Bandaríkjanna, telji sér trú um, að Frakkland og Þýzkaland séu deildir í fyrirtækjasamsteypu, sem hann reki með harðri hendi. Fyrst neitar hann að hlusta á neitt, sem þessi lönd hafa fram að færa og uppnefnir þau súkkulaðiríki. Svo blístrar hann og telur, að þessi ríki komi flaðrandi upp um hann með mannskap og peninga til að hjálpa til í Írak. Svona lagað kann að hafa gengið í fyrirtækjum, sem hann fékk að stjórna. Hann kann að hafa talið George W. Bush Bandaríkjaforseta trú um að þetta væri kleift. En í raunveruleikanum kemur enginn, þegar Rumsfeld blístrar. Nema George W. Bush.