Biggest Loser er skrípaleikur, sem gerir grín að offitungum. Ekki þeim til hjálpar, heldur til að runka áhorfendum, sem hlæja að fórnardýrunum. Samtök fagfólks um átraskanir, félag næringarfræðinga, félag fagfólks um offitu og Matarheill kvarta yfir sjónvarpsþættinum. Ég skil það mætavel. Þetta er ekki vitræn leið til að megrast. Barátta við offitu verður annars vegar að byggja á vísindalegri þekkingu og hins vegar á gerbreyttu hugarfari. Framkoman, sem stjórnendur þáttarins sýna, er vonlaus megrunaraðferð. Fylgir ekki vísindum og breytir ekki hugarfari. Það er skrípaleikur; sjónvarp runkar áhorfendum.