Sláið á news.google.com upp nafni Paul J. Kenny, prófessors við Scripps stofnunina í Florida. Rannsóknir á vegum hans benda til, að óhollur matur verki á sumt fólk eins og heróín. Hann sé ávanabindandi. Rottur urðu svo trylltar í ruslfæði, að þær sættu sig við rafstuð til að komast í það. Þær neituðu hins vegar alveg að éta almennilegan mat, sem þeim þótti áður góður. Ofætur hafa lengi þekkt þetta. Sum fæða og sum efni framkalla hungur og leiða til ofáts. Sem hættulega fæðu horfa menn helzt á sykur og sætindi, fínmalað hveiti og feitmeti. Þessar vörur trufla ferli boðefna í heilanum.