Ruslpóstur í síma

Fjölmiðlun

Ég hef ekki verið plagaður af ruslpósti í gemsa, en erlendis er fólk farið að kvarta. Við þurfum að borga fyrir hver skilaboð, sem við fáum í síma. Geta orðið samanlagt umtalsverðar upphæðir, sem við borgum fyrir að fá auglýsingar. Í tölvunum borgum við hins vegar ekki neitt. Menn eru erlendis farnir að heimta endurgreiðslu afnotagjalda. Ábyrgðin á ruslinu er á herðum símafyrirtækjanna. Því hafa þau verið að reyna að setja upp síur til að losna við ruslið. Fróðlegt væri að vita, hvort einhver er farinn að fá rusl í síma hér á landi. Gott væri þá að grípa til gagnaðgerða sem allra fyrst.