Rússakerfi á Íslandi

Punktar

Þrír risabankar eiga hver um sig fullt af fyrirtækjum, allt frá risafyrirtækjum niður í lítil hallærisfyrirtæki, sem hafa orðið gjaldþrota á kostnað bankanna eða er haldið frá gjaldþroti á kostnað þeirra. Fyrirtækjum á framfæri bankanna er haldið úti í óheiðarlegri samkeppni við heilbrigð fyrirtæki, sem ekki eru á framfæri bankakerfisins. Þannig eru bankarnir með eignarhaldi og margvíslegri annarri mismunum búnir að gera markaðshagkerfið á Íslandi að skrípamynd, sem minnir á rússneska hagkerfið.