Rússar eru Húsvíkingar

Punktar

Margt er líkt með Íslendingum og Rússum. Höfuðborgir beggja landa hafa um skeið verið hersetnar af gróðafíknum spekúlöntum. Þeir kaupa lóðir til að rífa gömul og falleg hús og byggja þar steinsteypt skrímsli. Bæði löndin einkennast af frekju nýríkra, sem engu eira. Bæði löndin einkennast af stóriðjufrekju, sem vill bræðslu í hvern fjörð. Í siðmenntuðum ríkjum, einkum í Evrópu, halda valdhafar betri tengslum við gamla siði, gömul hús, gamla náttúru, gamla menningu. Rússar og Íslendingar eru hins vegar eins konar Húsvíkingar. Menningar- og sögusnauðir sjá bara framtíð í álbræðslum.