Var að lesa grein í Global Journalist um Byron Scott prófessor. Hann reynir að betrumbæta kennslu í blaðamennsku við háskólann í Moskvu. Eftir lýsingu blaðsins var kennslan þar svipuð og hér. Farið var yfir fjölmiðlafræði, en hagnýt atriði voru hornrekur. Því vilja rússneskir fjölmiðlar ekki menntaða blaðamenn. Þeir fá lægra kaup en ómenntaðir. Eins og á Íslandi. Af því að kennslan í Moskvu var út í hött. Eins og á Íslandi. Samkvæmt greininni mun Scott reynast erfitt að færa kennsluna í vestrænt horf. Prófessorarnir hafa efasemdir og eru sjálfir án reynslu af fjölmiðlum. Eins og á Íslandi.