Ryðja þarf dómstólana

Punktar

Allir hæstaréttardómarar eru skipaðir af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins, sem olli bankahruninu. Þeir eru því vanhæfir að fjalla um hrunmál. Ryðja verður allan réttinn, þegar hrunmál verða tekin þar fyrir. Varamenn hafa yfirleitt komið úr háskólanum. Þar er vandi á höndum, því að flestir kennarar hafa lýst skoðunum á þáttum hrunsins eða skrifað greinargerðir um þá. Þessi vandi er ekki bara í Hæstarétti, heldur einnig í héraðsdómstólum. Of lengi hefur Flokkurinn mikli stýrt öllum ráðningum dómara og gert það illa. Með þeirri afleiðingu, að menn vantreysta dómurum eins og öðrum lagatæknum landsins.