Rýrt fylgi allra flokka

Punktar

Skoðanakannanir segja afar lítið að gagni um úrslit næstu þingkosninga. Ég tek helzt mark á könnunum Fréttablaðsins og Gallup. Þriðjungur tekur ekki afstöðu eða neitar að svara. Marklaust er að skipta honum niður á flokkana. Í raun er Flokkurinn bara með 24% fylgi, Samfylkingin 15%, vinstri grænir 13%, Framsókn 9%, Hreyfingin 3%, sá Bezti og aðrir ótaldir samanlagt aðeins með 5%. Ömurlegt hjá öllum þessu flokkum. Þriðjungur kjósenda er reiðubúinn til að styðja ný og óvænt framboð. Flokkur ógiltra stjórnlagafulltrúa fengi gommu atkvæða. Líklega fjórðung eða þriðjung. Hann yrði stærsti flokkurinn.