Renée Loth hjá Boston Globe segir þar frá skelfingu, sem greip hann, þegar hvalkjöt var á borðum. Það var í Japan, að udurfögur kona var leiðsögumaður hans í borðhaldi. Hún sagði honum nákvæmlega, hvað væri í hvaða rétti. Þegar kom að hvalkjötinu, fraus Loth. Hann segist ekki vera grænfriðungur, en sér finnist óhugsandi að éta hval. Það er ein helzta forsenda lífs hans (axiomatic), segir hann. Í fátinu fékk hann sér bita, og skrifar greinina til að afsaka framferði sitt. Greinin er gott dæmi um, að andúð á hvalveiði er inngróin í sál Bandaríkjamanna. Rökræður geta hvergi komið þar nálægt.