Keypti frystar tælenskar risarækjur frá Sælkerafiski. 302 grömm að þyngd sögðu umbúðirnar. Lét þær þiðna í kæliskáp og opnaði síðan pakkann. Vatnið fossaði út. Þegar mesta vatnið var runnið af rækjunum, vigtaði ég rækjurnar og þær voru 148 grömm. Helmingurinn af innihaldinu var vatn. Þetta er gróft dæmi um merkingar íslenzkra umbúða. Þær eru marklausar. Algengt er, að fyllt sé á með vatni til að kýla upp þyngdina, til dæmis í áleggi. Engin stofnun hefur eftirlit með lygum á innlendum umbúðum. Ekki Matvælastofnun og ekki Talsmaður neytenda. En ég kaupi varla framar neinar vörur frá Sælkerafiski.