Ég kom í Sænautasel á Jökuldalsheiði, heiðajörð, sem hélzt í byggð fram á miðja síðustu öld. Hitti þar síðasta bóndasoninn, sem sagði mér frá búskaparhátum, þegar hey fékkst bara af flæðiengjum og helzta björgin var silungur úr vatninu Í Sænautaseli stendur gamli bærinn með sambyggðu fjósi og hesthúsi. Fjárhúsið hefur verið endurbyggt og þar er selt kaffi og súkkulaði með kleinum, jólaköku og lummum. Sænautasel er stutt frá gömlu leiðiinni um Möðrudalsöræfi, þeirri sem liggur um Möðrudal. Það er króksins virði að sleppa frá sjoppunum.