Sænsk mistök flutt inn

Punktar

Sænska einkavæðingin í heilsugæzlu KLIKKAÐI. Ríkisendurskoðun Svía segir vonir hafa brugðizt. Á sama tíma er Ísland að detta inn í sama vítahring. Við höfum fengið frá Svíþjóð landlækni, sem tók þátt í einkavæðingunni. Honum virðist vera fákunnugt um nýjustu skýrslur. Einkavæðingin þar jók stéttamismun. Þeir, sem geta borgað, fá betri þjónustu, en hinir verri. Í andstöðu við norræna velferðarstefnu. Við eigum að læra af mistökum annarra. Þess vegna verður ljúft að vinda ofan af tilraun gróðafíkla til að koma upp svipaðri gróðafroðu hér á landi. Kannanir sýna, að þorri Íslendinga styður ríkisrekstur heilsugæzlunnar.