Ráðuneytisstjóri dómsmála í Svíþjóð sagði norrænum ritstjórum í síðustu viku, að engin einkalífslög væru til í Svíþjóð. Setja þyrfti slík lög, ef fara ætti eftir evrópska Karólínudómnum. Ófriður af völdum papparassa væri stærra mál í þessu sambandi en sjálf birting myndanna. Ríkisumboðsmaður fjölmiðlunar tók undir það við sama tækifæri. Hann sagði einnig, að þýzki dómurinn feli í sér það grundvallarviðhorf til fjölmiðlunar, að slúður sé löglegt, þar á meðal um líf hefðarfólks á borð við Karólínu. Engin leið væri að líta öðru vísi á Karólínu prinsessu en sem opinbera persónu.