Eygló Harðardóttir talar ekki íslenzku, heldur newspeak. Með handafli tekur hún hundruð manna af atvinnuleysisskrá og bendir svo á tölurnar, sem sýna fækkun á skrá og segir bætur óþarfar. Sker niður framlög til endurhæfingar atvinnulausra og segist beita „sænsku aðferðinni“ við að efla endurhæfingu. Þetta er auðvitað stjórnlaust bull frá A til Ö. Skárri var hún áður, þegar hún talaði um, hversu fallega hugsandi hún væri sjálf og hefði jafnvel skipað nefnd. Hún gerði aldrei handtak í embætti fyrr en nú, þegar hún leggst á þá, sem minnst mega sín. Við liggur, að illskárra væri að hafa Vigdísi Hauksdóttur sem framsóknarráðherra.