Vesturlönd hafa mikinn vanda af vændi. Tvær leiðir eru til að laga stöðuna, sú sænska og sú hollenzka, báðar frá 1999. Sú sænska vill lækna og sú hollenzka vill milda vandann. Báðar mistókust, sú hollenzka þó í meira mæli en sú sænska. Hægara sagt en gert er að glæpavæða / afglæpavæða vændi. Í báðum tilvikum stýra bófar vændinu og líf vændiskvenna er grimmt og stutt. Belgar hafa fært sig af hollenzku yfir á sænsku leiðina. Amnesty hefur þó seint og um síðir tekið upp hollenzku leiðina vegna aukinna áhrifa frjálshyggju í samtökunum. Engin vísindi styðja réttmæti þess og Amnesty glataði fyrri stöðu sem verndari ofsóttra.