Sænsku afbrotahverfin

Punktar

Staðreyndavaktin á KJARNANUM hefur hrakið fréttir um, að múslimar ráði um 50 hverfum í Svíþjóð. Þetta eru fátækrahverfi og í slíkum hverfum er meira um afbrot og skort á öryggi. Ofbeldisgengin eru ekki sérstaklega tengd múslimum. Fréttir af þessu sem múslimavanda, er birzt hafa í norska ríkissjónvarpinu og  fleiri erlendum fjölmiðlum, sýna ekki dæmigerðan vanda. Staðreyndavaktin segir þó ekki frá fyrirmælum yfirmanna í löggunni um að þegja um þjóðerni og trú ofbeldismanna. Tölur frá kerfinu eru því ófullnægjandi. Samt segir þetta okkur, að ríki og sveitarfélög þurfa að hindra tilvist sérstakra fátækrahverfa.