Sætabrauðsdrengir

Punktar

Sjónvarpið fer illa með marga þjóðarleiðtoga. David Cameron lítur út fyrir að vera uppþembdur og útblásinn Eton-strákur, minnir á Sigmund Davíð. Sama má segja um François Hollande. En leiðtogi Evrópu er hin kýtta Angela Merkel, sem heldur fast við jarðbundinn sparnað og uppsker fulla atvinnu og öflugar útflutningstekjur. Hún hefur komið Þýzkalandi þægilega fyrir í þyngdarpunkti Evrópu og evrunnar. Hún er haldreipi sambandsins. Ekki þarf annað en að sjá hana í sjónvarpi til að átta sig á staðreyndinni: Hún er af allt öðrum toga en sætabrauðs-peningasynirnir, sem stjórna allt frá Bretlandi til Íslands.