Lúterska þjóðkirkjan er vissulega samofin sögu þjóðarinnar. Hún kom hingað um miðja sextándu öld og ruplaði landið á fáum árum. Meirihluta alls auðs í landinu var rænt úr kaþólskum kirkjum og klaustrum og hann fluttur til Kaupmannahafnar. Lúterska þjóðkirkjan markaði tímamót milli þjóðfrelsis og kúgunar. Hún var stofnuð af þýzkum munki, sem hvatti ekki aðeins til ofsókna gegn þýzkum bændum, heldur beinlínis til þjóðarmorðs. Lúterska þjóðkirkjan er því ekki bara tengd sögu landsins sterkum böndum. Hún hefur frá upphafi líka falið í sér hatrömm viðhorf til siðalögmála. Að hætti Lúters.