Saga úr villta vestrinu

Punktar

Pétri Einarssyni bankastjóra er meinað að reka fyrirtæki í Bretlandi næstu fimm ár. The Insolvency Agency ákvað þetta vegna fyrirtækis hans, Cbridge Ltd., sem varð gjaldþrota. Það skuldaði 40 milljónir króna í brezka skatta. Samt greiddi Pétur sér 20 milljónir króna út úr fyrirtækinu í aðdraganda greiðslustöðvunar þess. Brezkum yfirvöldum líkar það stórilla. Hér á landi líta menn allt öðrum augum á silfrið. Fjármálasnillingurinn er bankastjóri Straums með hálfa þriðju milljón króna á mánuði í laun. Þetta er munurinn á siðmenntuðu Evrópuríki og villta vestrinu hér. Við hreinsum ekki bankana.