Sagan af Mandat-familíunni

Punktar

Lengi má deigt járn brýna. Í fyrsta skipti eftir hrun varð mér óglatt. Sagan á RÚV af slitastjórn Byrs, Arctica Finance, lögmannastofunni Mandat er saga af siðblindu. Og þetta gerðist ekki í hruninu, heldur árið 2011. Eva Bryndís Helgadóttir, Stefán Þór Bjarnason, Ástráður Haraldsson, Bjarni Þ. Bjarnason. Hvað er þetta fólk að hugsa? Heldur það sig geta storkað okkur upp í háls? Hef heyrt ýmsar sögur af ofurgræðgi skilanefndafólks og slitastjórnafólks og get ekki sannað neinar af þeim. En þessi saga er borðleggjandi. Er Ísland virkilega orðið svo úldið, að Mandat-familían komist upp með fléttuna?