Bandaríska fréttastofan Associated Press hefur ljóstrað upp um fundi og ákvörðun í Hvíta húsinu um pyndingar. Fundirnir voru haldnir í Hvíta húsinu árin 2002 og 2003. Þar voru Dick Cheney varaforseti og ráðherrarnir John Ashcroft og Colin Powell, CIA-forstjórinn George Tenet og Condoleezza Rice, þáverandi öryggisráðgjafi. Þetta er fólkið, sem fyrst og fremst ber ábyrgð á pyndingastefnu Bandaríkjanna síðustu árin. Aðeins einn fundarmanna hafði áhyggjur af siðferði fundanna. John Ashcroft sagði vafasamt að halda fundi í Hvíta húsinu um pyndingar. “Sagan mun dæma okkur hart”, sagði hann.