Sagði eitt og gerði annað

Punktar

Þeir tala alltaf um, hvað Davíð á að hafa sagt, aldrei um, hvað hann gerði. Hannes Hólmsteinn og Styrmir minnast aldrei á, að Davíð einkavinavæddi banka og kom upp tannlausu regluverki. Minnast aldrei á, að hann afnam bindiskyldu bankanna. Hleypti þeim þannig lausum á markaðinn. Minnast aldrei á, að hann tók ekki mark á aðvörunarorðum útlendra starfsbræðra. Þvert á móti fór hann að grýta peningum í bankana 2008 án þess að taka nothæf veð. Þá þegar vissi hann, að þeir voru gjaldþrota. Þannig gerði hann Seðlabankann gjaldþrota upp á litla 300 milljarða. Meint aðvörunarorð hans blikna í þessum samanburði.