Fyrir fjórum árum var sagnastíll í tízku í bandarískum fjölmiðlum. Haldnar voru ráðstefnur um “narrative journalism”, sem skrifaði fréttir eins og reyfara. Síðan hefur áhuginn minnkað, einkum vegna vandræða, sem blöð á borð við New York Times og Washington Post lentu í, þegar blaðamenn misnotuðu sagnastílinn til að koma hreinum skáldskap á prent undir yfirskyni frétta. Sagnastíll er enn til, þótt ekki séu lengur haldnar um hann ráðstefnur. Hann hefur rekið á fjörur okkur fjórum árum síðar á tveggja tíma námskeiði þriggja Bandaríkjamanna í Háskóla Íslands.