Sagnfræði í skildagatíð

Punktar

Undanfarna daga hefur Jón Sigurðsson forseti nokkrum sinnum verið dreginn til vitnis um galla evru og Evrópusambands. Vitringurinn Sturla Böðvarsson reið á vaðið og meginbloggarar hafa fylgt á brotinu. Túlka Ný Félagsrit frá miðri nítjándu öld gegn fyrirbærum í upphafi tuttugustuogfyrstu aldar. Ég held, að slíkt sé engan veginn rökrétt. Margt breytist á hálfri annarri öld. Auk þess fæst aldrei vit í umræðu um, hvað Jón hefði sagt, ef hann væri núna uppi. Sagnfræði er aldrei í skildagatíð. Andstæðingar Evrópu væru trúverðugri, ef þeir segðu, að Jón forseti hafi sagt þetta á miðilsfundi.