Menn í fréttum hafa áttað sig á, að hér gildir ekki lengur prentfrelsi að vestrænum hætti. Sannleikur er ekki lengur vörn fyrir dómstólum. Þeir spyrja bara, hvort einhver hafi móðgast. Ef svo er, þá eru fjölmiðlar bara látnir borga. Það heitir persónuvernd. Nú vilja menn í fréttum meira. Þeir vilja láta afmá nafn sitt úr stafrænum fréttasöfnum. Þannig nálgast þeir, að sannleikurinn hafi aldrei gerzt. Logi Freyr Einarsson hafi aldrei verið handtekinn, ef frétt um það sé afmáð. Þannig var sagnfræðin endurskoðuð í “1983” eftir George Orwell og í Sovétríkjunum. Lifi Sovét-Ísland árið 2007.