Sakasvili Georgíuforseti misreiknaði sig, þegar hann réðst á Suður-Ossetiu. Atlantshafsbandalagið og ríki þess hjálpuðu honum ekki, er Rússland Pútíns lét hné fylgja kviði. Georgía er nefnilega ekki í bandalaginu. Það er næg ástæða til að líta undan, þegar Rússland sýnir gamla takta. Nató á nóg með að verja Austur-Evrópu fyrir ágengni Pútíns. Getur ekki tekið við fleiri skjólstæðingum, enda er það upptekið við að drepa Afgana. Íbúar Suður-Ossetíu og Abkasíu eru ekki Georgíumenn og risu upp gegn ríkinu. Sakasvili hefði átt að semja við þá um sjálfstjórn. Nú er það orðið um of seinan.