Fjölmiðlar brugðust ekki þjóðinni fyrir hrunið eða í hruninu. Þegar bankar voru einkavæddir, stóð í fjölmiðlum, að þeir væru einkavinavæddir. Ólafur fékk sinn banka og Björgólfsfeðgar fengu sinn banka. En þjóðin kaus bara að hlusta ekki. Og fjölmiðlarnir vissu ekki, að allt kaupverðið var fengið að láni. Þeir vissu ekki heldur, að einkavinavæddu bankarnir lánuðu í auknum mæli eigendum sínum og gæludýrum án veða. Um allt þetta vissu bankamenn, en sögðu ekki frá. Í aðdraganda hrunsins sögðu fjölmiðlar frá skoðunum flestra, sem töldu bankana og útrásina vera sápukúlu. En þjóðin kaus að hlusta ekki.