Sálgæzlan er hafin

Punktar

Ófriður hófst með pírötum, þegar Birgitta skoðaði vef Frjálshyggjufélagsins. Þar ræddu nokkrir píratar kosningakerfi pírata, sem fáir nýta sér. Birgitta túlkaði umræðuna sem spjall um yfirtöku á flokki pírata. Hún ákvað því að hætta við fyrri ákvörðun og bjóða sig aftur fram til þings. Formaður framkvæmdaráðs er Erna Ýr Öldudóttir, er fer mikinn á vef pírata. Flaggar frjálshyggju og æsir fólk ævinlega til illdeilna. Tók skoðanaskipti Birgittu óstinnt upp og hefur síðan gagnrýnt Birgittu nánast daglega fyrir hitt og þetta. Spunnust af því skrítin rifrildi þar á vefnum. Vandinn jókst svo snöggt, er Helgi Hrafn ritaði pistil, nefndi vart yfirgang Ernu Ýr, en sakaði Birgittu um yfirgang. Annað forustufólk sá sig þá loks knúið til að taka til máls og reyna að lægja öldur.