Sálgreindur forseti

Punktar

Justin Frank er sálfræðingur, prófessor í sálgreiningu við George Washington háskólann í Washington og höfundur nýútkominnar bókar um George W. Bush Bandaríkjaforseta: “Bush á bekknum, hugmyndaheimur forsetans.” Í stuttu máli telur Frank í bókinni, að Bandaríkjaforseti sé geðveikur. … Í bókinni notar Frank sömu aðferðir og CIA, bandaríska leyniþjónustan notar til að sálgreina leiðtoga erlendra ríkja. Greiningarnar hófust við lok síðasta heimsstríðs með athugunum á Hitler. Slíkar greiningar á leiðtogum Ísraels og Egyptalands voru þáttur í Camp David samkomulaginu 1978. … Að mati prófessorsins er drykkjusýki Bush forseta lykillinn að geðveiki hans. …