Salman Rushdie er rökfastur

Punktar

Af mikilli yfirsýn skrifar Salman Rushdie rithöfundur í dag í Washington Post greinina til að binda endi á greinaskrif um Íraksmálið. Hann hafnar flestum rökum Bandaríkjastjórnar og fellst á flest mikilvægustu rökin gegn málstað hennar, þar á meðal þau, sem ég hef haldið fram í þessum pistlum. Eigi að síður segir hann stjórnarfar Íraks vera svo óbærilegt, að hann hvetur ríki heims til að taka sameiginlega til hendinni með Bandaríkjunum og Bretlandi, þegar búið er að semja í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um feril málsins. Látið ekki hjá líða að lesa þessa tímamótagrein.