Aðildarviðræðurnar við Evrópu gagnast, þótt þær séu komnar á ís. Búið er að bera saman íslenzkt og evrópskt regluverk á fjölda sviða. Gefur okkur færi á að losna úr neti gerræðis, sem Flokkurinn og Framsókn hafa fléttað okkur um áratugi. Þriðjungi samningsatriða er lokið og helmingur til viðbótar er í gangi og verður áfram. Þótt þeim helmingi verði ekki lokað, stendur þó svart á hvítu, hvar við höfum dregizt aftur úr. Samanburður við siðmenninguna er stórfínn, þótt aðild að henni sé fjarlægur draumur. Við eigum ekki að gera lítið úr árangrinum, sem náðst hefur í trássi við yfirþyrmandi þjóðrembu.