Aðstoð við fólk í skuldavanda er orðin mikil. Mest vegna dómsúrskurða gegn bönkum, líklega 190 milljarðar. Sumt stafar frá síðasta meirihluta á þingi, sem setti lög um 110% leiðina, sérstaka skuldaniðurfellingu, greiðslujöfnun, frystingu, vaxtabætur og sértæka skuldaaðlögun. Allt kostað af ríkinu. Alls nam sá kostnaður líklega 100 milljörðum. Við þetta má svo bæta rúmlega 80 milljarða tilfærslu af séreignasparnaði. Nú hefur bætzt við 70 milljarða tilfærsla af séreignasparnaði og 80-100 milljarða ríkisútgjöld. Aðgerðir frá hruni nema alls 500 milljörðum. Alls má kalla það samanlagt heimsmet.