Samband úti í móa

Punktar

Auðvelt er að komast í samband við umheiminn nánast hvar sem er í byggð. Við þurfum ekki að komast í staðartölvur eða velta fyrir okkur tengingum við síma eða staðarnet. GPRS og Bluetooth leysa málin. GPRS er hugbúnaður í farsímum, sem flytur tölvuefni símleiðis og Bluetooth tengir síma og tölvu þráðlaust. Önnur aðferð er Blackberry, handhægt tæki, sem þó vantar gott lyklaborð og góða tölvu. Ég mundi ekki nenna að senda þessa klausu úr Blackberry. Gaman er að finna sér gott samband úti í móa og setjast þar á þúfu með tölvuna. Menn eru alltaf í vinnunni, jafnvel í hestaferðum. Verst er okrið á símaþjónustunni.