Því fleiri ógeðsdóma, sem Hæstiréttur kveður upp í kynferðismálum og því lengur, sem lögreglan fer illa með slík mál, þeim mun dýpri verður gjáin. Því fleiri greinar, sem Brynjar Níelsson skrifar þessu til varnar, því dýpri verður gjáin. Samkvæmt þessum aðilum er sambandslaust milli réttlætis annars vegar og laga og réttar hins vegar. Kerfið vinnur eftir undarlegum túlkunum orðhengla. Íslenzk lagahefð er samfelldur orðhengilsháttur, sem töluverðum hluta þjóðarinnar verður óglatt af. Fólk hafnar lögreglunni og dómstólunum og tekur lög og rétt í sínar hendur, eins og sést af fréttum síðustu daga.