Deila má um, hvort trúnaðarbresturinn eigi að leiða til slits á diplómatísku sambandi Alþingis og Ríkisendurskoðunar. Mér finnst hægt að ræða sjónarmið Illuga Gunnarssonar um það, þótt sú umræða megi ekki skyggja á þá staðreynd, að ríkisendurskoðandi hefur reynzt vera úti að aka. Hins vegar er ekki hægt að ræða bullið úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni um, að slitin á diplómatísku sambandi séu aðferð til að losna við faglega umræðu um fjárlög. Ævinlega er Sigmundur að fiska í gruggugu vatni og selja snákaolíu til sauðtryggra og trúgjarnra framsóknarmanna. Þeir hefur fækkað í seinni tíð, sem betur fer.