Forsetar Bandaríkjanna og Frakklands hafa ekki talazt við í átta vikur og forseti Bandaríkjanna og kanzlari Þýzkalands hafa ekki talazt við síðan í nóvember í fyrra. Elaine Sciolino lýsir í New York Times pólitískri sambúð, sem er undir frostmarki. Almenningsálitið í Frakklandi og Þýzkalandi er feiknarlega andvígt Bandaríkjunum, en þar virðast menn ekki gera sér grein fyrir alvöru ástandsins. Hún vitnar í Helmut Schmidt, fyrrverandi kanzlara Þýzkalands, sem segir, að Bandaríkin vilji nota Evrópu, ekki vinna með henni, og að Evrópumenn vilji vinna með þjóðum íslams, en ekki fara í krossferð gegn þeim.