Ruddalegir og ofstækisfullir valdamenn Bandaríkjanna, sem tala um valdamenn evrópskra ríkja eins og hunda og áminna þá eins og hunda, geta ekki vænzt þess, að Evrópa fylgi þeim að málum í heimspólitíkinni. Bandaríkjastjórn getur beitt þvingunum og ógnunum til að fá ríki til að styðja sig í fjölþjóðlegum stofnunum á borð við öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og Atlantshafsbandalagið. Það er skammgóður vermir, því að almenningsálitið í Bretlandi, Suður-Evrópu og Austur-Evrópu er jafn andvígt stríðsgleði Bandaríkjanna og almenningsálitið í kjarnaríkjum Evrópu, sem nú neita að lúta forustu ruddalegra ofstækismanna í Washington. Á örfáum mánuðum hefur Bush Bandaríkjaforseta og Rumsfeld varnarmálaráðherra tekizt að glutra niður forustuhlutverki Bandaríkjanna á Vesturlöndum. Sambúð Vesturlanda verður aldrei söm.