Sameiginlegt þrælahald

Punktar

Verkalýðsfélagið í Keflavík og Kristján Gunnarsson eru dæmi um niðurlægingu stéttarfélaga. Samkrullið með atvinnurekendum er svo náið, að félagið tekur þátt í þrælahaldi IGS, dótturfélags Icelandair. Fluttir eru inn 150 pólskir verkamenn og látnir borga sjöfalda húsaleigu fyrir herbergi hjá IGS á Ásbrú. Félagið fylgist með, að rétt laun séu greidd og sér ekkert athugavert við okur IGS á húsaleigu. Samrekstur atvinnu- og verkalýðsrekenda á lífeyrissjóðum og fyrirtækjum í eigu þeirra hefur gelt verkalýðsfélögin. Icelandair er að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða. Hagsmunir atvinnu- og verkalýðsrekenda renna saman.