Blogg.gattin.net er bezti bloggsafnarinn. Þar sjást flestir sjálfstæðir bloggarar, sem máli skipta utan fjölskyldu og vina. Einnig sjást hinir, sem máli skipta á Eyjan.is og á stóru veitunum, Blogspot.com, Mbl.is, Visir.is. Til gamans mátti nýlega sjá í gáttinni, að fimm af topp tíu bloggurum þar voru úr ýmsum óháðum áttum. Síðan komu tveir frá Eyjunni og einn frá Vísi, Mogganum, Blogspot. Hvergi les ég á einum stað eins marga nothæfa bloggara. Þeir eru þó ekki fleiri en svo, að stundum skoða ég alla, sem eru að senda inn. Eða ég vel að sjá bara sérvalda bloggara, ef ég hef minni tíma aflögu.