Sameinaðir bófar sækja fram

Punktar

Sameinuð eru tvö valdamestu samtökin, útvegsmenn, öðru nafni kvótagreifar, og svo vinnslugreifar. Hafa stýrt flutningi fjármagns frá sjávarútvegi og þjóð til greifa. Kvótagreifar eiga tvo stjórnmálaflokka með húð og hári og hafa ítök í öðrum flokkum alþingis, nema pírötum. Með sameiningu kvóta- og vinnslugreifa næst meiri slagkraftur til að ná fram lagabreytingum. Þær felast í að vatna út ákvæði stjórnarskrár og kvótalaga um þjóðareign á auðlindinni. Greifarnir vilja fá hefðarrétt. Munu tefla fram Sigurði Líndal orðhenglafræðingi, sem vill ekki skilja orðið Þjóðareign. Nú má þjóðin vara sig, sameinaðir bófar sækja fram.