Sameinast gegn hernámi

Punktar

Peter Beaumont og Patrick Graham segja í Observer, að brezka leyniþjónustan í Írak telji, að margs konar hópar standi að hryðjuverkum gegn hernámsliðinu og fylgifiskum þess. Þar séu gamlir flokksmenn Baath og stuðningsmenn Saddam Hussein í röðum súnníta; trúræknir sjítar og ættflokkahöfðingjar, sem áður voru hatursmenn Saddam Hussein; glæpamenn, sem sloppið hafa úr fangelsi; stuðningsmenn Al Kaída og ofsatrúarmenn frá Evrópu og ýmsum ríkjum Íslams, sem hafa komið til landsins eftir hernám. þessir sundurleitu hópar hafi í auknum mæli með sér samstarf og geti treyst á stuðning venjulegra borgara, sem í auknum mæli séu farnir að hata hernámsliðið. Höfundarnir segja brezku leyniþjónustuna telja þá bandarísku vera úti að aka í Írak, sambandslausa við grasrótina.